Fullur golfvöllur af vinningum

Nesklúbburinn

Í tilefni af 50 ára afmæli Hótel Sögu hefur hótelið komið fyrir sérmerktum golfboltum á mörgum af golfvöllum landsins.  Nesvöllurinn er að sjálfsögðu engin undantekning og ef heppnin er með þér og þú finnur golfbolta merktan hótelinu bíður þín vinningur á Hótel Sögu. 

Til mikils er að vinna: rómantískur pakki á Hótel Sögu, út að borða á Grillinu, Brunch í Skrúð og margt fleira.

Það eina sem þarf að gera er að hafa samband við Hótel Sögu og framvísa golfboltanum gegn gjafabréfi sem gildir út afmælisárið 2012.

Í morgun hófst svo skráning í hið árlega OPNA HÓTEL SAGA golfmótið sem fram fer á Nesvellinum laugardaginn 28. júlí.  Samkvæmt heimildum nkgolf.is er talið líklegt að golfguðinn droppi enn fleiri sérmerktum boltum á völlinn þann dag og auki þar með líkur keppenda á vinningum enn frekar.

Þess ber að geta að tilskyldur leikhraði á Nesvellinum er 4 klukkustundir og 20 mínútur.