Síðasta fimmtudagsmótið á morgun

Nesklúbburinn

Á morgun, fimmtudaginn 19. júlí fer fram síðasta fimmtudagsmótið í sumar.  Fimmtudagsmótin eru innanfélagsmót en félagsmönnum gefst eins og áður kostur á að taka með sér félaga sem greiða eingöngu mótsgjald.  Eingöngu félagsmenn geta þó unnið til verðlauna í mótinu.  Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og besta skor.

Samhliða fimmtudagsmótinu fer fram síðasta mótið á öldungamótaröðinni.  Þetta verður sjöunda mótið og munu fimm bestu mótin telja hjá hverjum kylfingi.

Þátttökugjald:

Fimmtudagsmót: kr. 2.000
Öldungamótaröð: kr. 500
Fimmtudagsmót og öldungamótaröð: 2.000