Fyrsta kvennamótið á morgun

Nesklúbburinn

Fyrsta kvennamót NK-kvenna fer fram á morgun, þriðjudaginn 17. maí.  Formið er það sama og áður, bara mæta og skrá sig í kassanum góða í veitingasölunni áður en leikur hefst.  Mótin eru góður vettvangur fyrir bæði þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í þátttöku í mótum sem og lengra komnar sem vilja lækka forgjöfina.

Reglur fyrir þriðjudagsmót NK- kvenna:

1.  Leikið er eftir punktafyrirkomulagi

2.  Heimilt er að byrja að spila: 9 holur á milli kl. 09.00 og 20.00 og 18 holur á milli kl. 09.00 og 18.00.

3.  Skrá verður þátttöku og greiða þátttökugjald áður en leikur hefst – Skráning í mót er á þátttökublaði í kvennanefndarkassanum í veitingasölu og þátttökugjald 1.000 kr. er greitt í umslag í kassanum

4.  Ef 18 holur hafa verið spilaðar er ekki heimilt að skila inn skorkorti fyrir 9 holur

5.  Ef leiknar eru 18 holur skal spila þær eins og í öðrum mótum og ekki heimilt að taka langt hlé á milli hringja

6.  Leikið skal af teigum 47

7.  Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti fyrir flesta punkta á 18 holum og 9 holum.

8.  Hámarksforgjöf í mótunum er gefin 36.

Að öðru leyti gilda almennir keppnisskilmálar Nesklúbbsins.

Mætum allar og höfum gaman af,
Kvennanefndin

Innanfélagsmót NK-kvenna 2016

1. 17. maí – þriðjudagsmót I
2. 31. maí – þriðjudagsmót II
3. 7. júní – Einnarkylfukeppni kvenna
4. 21. júní – þriðjudagsmót III
5. 12. júlí –  Þriðjudagsmót IV
6. 16. júlí – OPNA FORVAL KVENNAMÓTIÐ
7. 26. júlí – Þriðjudagsmót V
8. 9. ágúst – Þriðjudagsmót VI
9. 28. ágúst – LOKAMÓT NK-KVENNA