Fyrsta þriðjudagsmótið fyrir NKkonur verður á morgun, þriðjudaginn 14. maí.
Fyrirkomulagið er það sama og venjulega, bara mæta og skrá sig í kassann góða í veitingasölunni áður en leikur hefst og greiða í hann 1.000kr. (með seðlum). Svo bara muna að skila kortinu sínu undirrituðu í kassann aftur að hring loknum.
Við ætlum aðeins að krydda fyrirkomulag verðlauna og gefa verðlaun fyrir 1., 4. og 8. sætið fyrir 9 og 18 holur. Þetta er punktakeppni
Vonumst til að sjá sem flestar á morgun,
Kvennanefnd