Fyrsta þriðjudagsmót NK kvenna á morgun

Nesklúbburinn

ÞRIÐJUDAGSMÓT Á MORGUN  Takk fyrir síðast kæru NK konur. Við ætlum að halda okkur við mótaskrá sumarsins og vera með fyrsta þriðjudagsmótið á morgun. Það er fín spá  Munið að skrá í rauða kassann hvort þið ætlið 9 eða 18 holur og setja 1000 kr. líka. Skila svo skorkortinu undirrituðu í kassann eftir hringinn  Fínt að nota þessa síðu ef ykkur vantar spilafélaga og setja inn tíma til að hittast. Gangi ykkur vel!!