Hreinsunardagurinn í dag

Nesklúbburinn

Hinn árlegi hreinsunardagur Nesklúbbsins fór fram í dag og mættu rúmlega 80 félagsmenn og tóku til hendinni við hin ýmsu störf.  Í hádeginu var svo hið árlega pylsupartý á pallinum í blíðskaparveðri og greinilegt að fólk hafði gaman af því að hittast loksins aftur eftir veturinn.

Nesklúbburinn er afar þakklátur og stoltur af því ómetanlega og magnaða starfi sem allir þeir sem mættu inntu af hendi og verður það seint fullþakkað.

Eftir hádegið var slegið upp 9 holu texas-scramble móti þar sem rúmlega 50 þátttakendur voru skráðir.  Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:

1. sæti: Arngrímur Benjamínsson og Sævar Egilsson – 31 högg nettó
2. sæti: Bjargey Aðalsteinsdóttir og Þorsteinn Guðjónsson – 31 högg nettó
3. sæti: Baldur Þór Gunnarsson og Aðalsteinn Jónsson – 32 högg nettó