Vinnudagur á morgun

Nesklúbburinn

Vegna fjölda áskoranna þeirra sem ekki komust á hreinsunardaginn hefur verið ákveðið að hafa stuttan vinnudag á morgun þriðjudag kl. 17.15.  Þeir sem voru á hreinsunardeginum eru að sjálfsögðu velkomnir aftur en á morgun stendur til að tyrfa það sem eftir útaf stendur frá því á laugardaginn og einnig grjóthreinsa það sem hægt er að klára á milli 6. og 7. brautanna.

Við viljum hvetja alla þá félagsmenn sem tök hafa á að koma að mæta – það er mjög vel þegið.

Vallarnefnd