Fyrstu meistarar 2013 komnir í hús

Nesklúbburinn

Öldungaflokkar luku keppni á 50. meistaramóti Nesklúbbsins í dag í ljómandi góðu veðri, eftir að fyrri tveir dagarnir höfðu verið bæði votir og vindasamir.

Í öldungaflokki karla 70 ára og eldri voru 15 keppendur og þrjú efstu sætin skipa eftirtaldir:

1. Kjartan L. Pálsson, 269 högg
2. Sigurgeir Steingrímsson, 270 högg
3. Jón Hjaltason, 274 högg 

Í öldungaflokki kvenna luku 6 keppendur leik og urðu eftirtaldar efstar:

1. Jónína Birna Sigmarsdóttir, 295 högg
2. Rannveig Laxdal Agnarsdóttir, 318 högg
3. Sofía G. Johnson, 359 högg 

Alls var 21 skráður til leiks í öldunagaflokki karla 55-69 ára. Mjög hörð barátta varð um efstu sætin og urðu úrslit þessi:

1. Jóhann Reynisson, 251 högg
2. Eggert Eggertsson, 253 högg
3. Hörður R. Harðarson, 255 högg