Nesklúbburinn eignaðist í dag Íslandsmeistara í golfi. Undanfarna daga hefur Íslandsmót eldri kylfinga verið haldið í Vestmannaeyjum þar sem leiknar voru 54 holu höggleikur í nokkrum flokkum. Í karlaflokki 55+ sigraði Gauti Grétarsson úr Nesklúbbnum eftir æsispennandi baráttu við Sigurð Hafsteinsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Gauti lék holurnar 54 á 221 höggi eða 11 höggum yfir pari og sigraði með tveggja högga mun. Nesklúbburinn óskar Gauta innilega til hamingju með árangurinn.