Glæsilegt konukvöld framundan

Nesklúbburinn

Enn og aftur er framundan eitt af hinum ofurskemmtilegu konukvöldum okkar NK-kvenna sem haldið verður föstudaginn 8. mars 2013. Þið takið að sjálfsögðu kvöldið frá og smalið saman öllum skemmtilegu vinkonunum ykkar, þó þær séu ekki í klúbbnum, og eigið með okkur skemmtilega kvöldstund.

Dagskrá kvöldsins:
– Mæting kl. 19:00
– Veislustjóri verður hin óborganlega Dóra hans Hinna.
– Tískusýning frá Cross.
– Herbert Guðmundsson rífur upp stuðið með öllum sínum þekktu og ógleymanlegu lögum.
– Að ógleymdu happdrættinu sem verður að sjálfsögðu á sínum stað. Óskum við eftir aðstoð ykkar við öflun vinninga og þær sem hafa tök á því vinsamlegast hafið samband við neðangreindar.
– Að sjálfsögðu mun Krissi sjá um að við förum ekki svangar heim og mun bjóða upp á hlaðið hlaðborð að sínum hætti.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á nkkonur@hotmail.com eða í síma 897 0078.

Miðaverð er 5.500 kr.

Vonumst til að sjá ykkur allar og vinkonur ykkar þann 8. mars.

Bestu kveðjur,

Kvennanefndin og Oddný aðstoðarkona
Guðrún, Sara, Ellen og Oddný