Glompurnar og holurnar til fyrra horfs

Nesklúbburinn

Í framhaldi af tilkynningu Heilbrigðisráðuneytisins verða hrífurnar settar aftur í glompurnar á morgun, fimmtudag og þær settar í leik.  Einnig verða svamparnir sem verið hafa í holubotnunum fjarlægðir.

Það hefur sýnt sig að nokkrar aðgerðir í vor hafa aukið til muna leikhraða á vellinum, þ.m.t. að hafa stöngina í holunni.  Við hvetjum því kylfinga til að nýta sér áfram þann möguleika að hafa stöngina í eins og golfreglurnar heimila, en er þó ekki skylda.

Staðarreglum vallarins verður breytt í samræmi við ofangreint.