Skráningu í Meistaramótið 2017 lauk nú í kvöld á slaginu 22.00. Eftir rólega skráningu framan af rættist heldur betur úr og fór svo að heildarfjöldinn fór í 182 eða tæplega 25% félagsmanna Nesklúbbsins sem er virkilega gott.
Framundan er því stórskemmtilegt Meistaramót, veðurspáin er góð og völlurinn hefur líklega sjaldan verið betri.
Á morgun föstudag, mun eftir hádegið verða sett fram ný og uppfærð rástímatafla sem tekur mið af skráningu í mótið og fjölda þátttakenda í hverjum flokki. Seinnipartinn munu svo rástímar fyrir fyrsta keppnisdag, laugardaginn 1. júlí verða birtir hér á heimasíðunni og á golf.is
Megi öllum keppendum ganga sem best og góða skemmtun
Mótsstjórn