Okkur vantar nokkrar hendur til að tyrfa í dag

Nesklúbburinn

Nú er unnið hörðum höndum að því að gera völlinn og umhverfi hans sem fallegast fyrir Meistaramót.  Í dag á að tyrfa um 1000m2 við æfingasvæðið og væri alveg rosalega gott að fá aðstoð við það frá félagsmönnum.  Þetta er létt verk fyrir margar hendur og ætlum við að byrja kl. 17.00.  Þeir sem hafa tíma aflögu mega endilega mæta á þeim tíma. Áætlað er að þetta taki u.þ.b. 1 – 1,5 klst.