Góðgerðarmót til styrktar krabbameinssjúkum börnum á sunnudaginn – allir velkomnir

Nesklúbburinn

Á sunnudaginn verður haldið góðgerðarmót á Nesvellinum til styrktar krabbameinssjúkum börnum og eru allir velkomnir.  

Mótið er samstarf Nesklúbbsins og Team Rynkeby Ísland.  Team Rynkeby er hópur fólks með ólíkan bakgrunn sem hefur það að markmiði að safna peningum til styrktar krabbameinssjúkum börnum.  Hópurinn (40 Íslendingar og 9 aðstoðarmenn) mun í júlí taka þátt í einu stærsta samnorræna góðgerðarverkefni Norðurlanda og hjóla á einni viku frá Kolding í Danmörku til Parísar eða um 1400 km. 

Leggjum verkefninu lið, eigum góðan dag saman og látum um leið gott af okkur leiða

Skráning og allar nánari upplýsingar á golf.is