Fræðslufundur fyrir byrjendur í Meistaramóti

Nesklúbburinn

Meistaramót Nesklúbbsins er framundan en það er eins og flestir vita fjölmennasta og stærsta mót hvers sumars auk þess að vera stórkostleg skemmtun. 

Við bryddum nú upp á þeirri nýjung að bjóða ekki síst þeim félagsmönnum sem eru að fara í sitt fyrsta Meistaramót upp á sérstakan fræðslufund þar sem farið verður yfir helstu reglurnar. Steinn Baugur Gunnarsson golfþjálfari mun einnig gefa nokkur góð ráð m.a. um hvað best er að leggja áherslu á rétt fyrir mót, varðandi upphitun og leikskipulag.

Þeir félagsmenn sem hafa tekið þátt í Meistaramóti áður, en vilja fræðast betur um helstu reglur mótsins eru að sjálfsögðu velkomnir.

Fundurinn verður haldinn í golfskálanum miðvikudaginn 27. júní á milli kl. 19.00 og 20.00.

Minnum jafnframt á að skráning í Meistaramótið fer nú fram í möppunni góðu sem staðsett er í golfskálanum.