Golfdagur í æfingaskýlinu á laugardag

Nesklúbburinn

Næsta laugardag, þann 25. Maí á milli klukkan 11 og 14 ætla ég að vera með smá uppákomu í æfingaskýlinu við Nesvöllinn.

Golfkennsla án endurgjalds. Frjáls framlög vel þegin. Öll innkoma rennur til styrktar kaffistofu Samhjálpar.
Flightscope skills test keppni. Þáttökugjald 1.500.- kr, Swingbyte tæki í verðlaun fyrir stigahæsta keppandann. Öll innkoma rennur til styrktar kaffistofu samhjálpar.
Vippkeppni, allir sem að hitta fara í pott og dreginn verður út sigurvegari. Swingbyte tæki í verðlaun. Þáttökugjald 500 kr fyrir hvert högg. Öll innkoma rennur til styrktar kaffistofu Samhjálpar.
Drævkeppni, Swingbyte tæki í verðlaun fyrir lengsta högg dagsins í Flightscope tækinu. Þáttökugjald 1.000.- kr á hvert högg. Öll innkoma rennur til styrktar kaffistofu Samhjálpar.

Með kveðju, Nökkvi