Golfmót KR 2019

Nesklúbburinn

Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í Golfmóti KR sem verið hefur í gangi í allt sumar á Nesvellinum og stendur til 31. ágúst. 

2 x 9 holur sem má spila á tveimur dögum hvenær sem er.

Frábærir vinningar:

Golfferð með ÚRVAL ÚTSÝN ásamt fjölda annara góðra vinninga.

KR-ngar sem aðrir takið þátt og styrkið Framatíðarsjóð KR um leið.

Hvað gerir þú til að taka þátt og spila:

Borgar þátttökugjaldið inn á reikning Framtíðarsjóðs KR 0137-15-381527, kt. 471210-0560 og lætur bankann senda staðfestingu á gudjon@kr.is.
Hringur er ekki löglegur nema þátttökugjald hafi verið greitt.

Sendir tölvupóst á gudjon@kr.is um skráninguna með nafni, kennitölu, síma og póstfangi.

Mælir þér mót við meðspilara og spilar 18 holur.

Allir velkomnir að taka þátt, KR-ingar sem aðrir.

Skorkorti, dagsettur og undirritaðu af spilara og ritara skal skilað í KR kassa í golfskálanum þegar hringur hefur verið spilaður.

Einstaklingur má spila eins marga hringi og hann vill (gegn þátttökugjaldi fyrir hvern hring) og gildir þá besti hringurinn.

Þátttökugjald kr. 5.000 fyrir meðlimi í NK eða kr. 3.500 fyrir aðra sem jafnframt þurfa að greiða kr. 3.500 í vallargjald.

Verðlaunapartý í félagsheimili KR föstudaginn 27. september.
Golfmeistarar KR 2019 krýndir.

Mjög góð verðlaun fyrir 1. – 3. sæti karla og kvenna og dregið úr skorkortum.

ALLIR ERU VELKOMNIR AÐ TAKA ÞÁTT, KR-INGAR SEM AÐRIR

FRAMTÍÐARSJÓÐUR KR