Golfnámskeið 8. og 15. júlí

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Guðmundur Örn og Magnús Máni, golfkennarar Nesklúbbsins, verða með golfnámskeið í byrjun júlí.

Námskeiðið er 2x 2 klst og verður kennt 15:00-17:00 mánudagana 8. júlí og 15. júlí.

Hámarksfjöldi á námskeiðið er 8 manns.

Verð = 30.000kr á mann.

Innifalið í verðinu er golfkennsla, æfingaboltar á námskeiðinu og leiga á golfkylfum fyrir þau sem þurfa. Nemendum á námskeiðinu stendur til boða að kaupa 10 fötu boltakort hjá Nesklúbbnum með 50% afslætti.

Hægt er að tryggja sér pláss og/eða fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á gudmundur@nkgolf.is eða magnus@nkgolf.is.