Merktur golffatnaður frá Footjoy í boði í sumar

Nesklúbburinn Almennt

Okkur er sönn ánægja að segja frá því að við höfum hafið samstarf við ÍSAM sem m.a. selur golffatnað og vörur frá Titleist og Footjoy. Markmiðið er að geta boðið upp á meiri golffatnað fyrir meðlimi Nesklúbbsins, merktum klúbbnum á hagstæðu verði.
Næstkomandi helgi, 6. og 7. mars, munum við vera með mátunardaga í Risinu milli kl. 14 og 16 á fatnaðnum sem verður á boðstólum í sumar. Verður hann á sérkjörum þessa daga (sjá meðfylgjandi skjal).  Athugið að greitt er við pöntum.

Sjáumst vonandi hress og kát um helgina í Risi