Golfnámskeið í sumar

Nesklúbburinn

Fjölbreytt framboð námskeiða verða í boði í vor og í sumar. Einungis 5 sæti í boði á hvert námskeið og því um að gera að hafa hraðar hendur og skrá sig strax.

Kennari á námskeiðunum er Steinn B. Gunnarsson

Skráning og frekari upplýsingar á netfanginu steinngunnars@gmail.com

 

Námskeið fyrir þá sem eru lausir við á daginn í sumar

Ef þú ert laus við á daginn í sumar og vilt nýta tímann til að bæta golfið þá er þetta námskeið fyrir þig.

Námskeiðstímar í boði eru á miðvikudögum frá kl. 11:30-12:30 og 12:30-13:30 

Mismunandi viðfangsefni í hverjum tíma. Farið verður yfir brautarhögg, teighögg, höggin í kringum flatirnar, púttin og sandhöggin. 

Samtals 10 skipti í sumar. Fyrsti tími 13. maí og svo vikulega til og með 22. júlí (utan 1/7 vegna Meistaramóts klúbbsins)

Verð 47.500.-

Innifalið er kennslan, æfingaboltar og golfkennslubókin GæðaGolf.

 

Kvennatímar

Kvennatímar í golfi eru í boði eru á mánudögum kl.17:00 til 18:00 og 18:15 til 19:15.

Mismunandi viðfangsefni í hverjum tíma. Farið verður yfir brautarhögg, teighögg, höggin í kringum flatirnar, púttin og sandhöggin.

Samtals 10 skipti í sumar. Fyrsti tími 12. maí og svo vikulega til 14. júlí að undanskildum 30. júní þegar Meistaramót klúbbsins er í gangi. 

Verð 47.500.-

Innifalið er kennslan, æfingaboltar og golfkennslubókin GæðaGolf.

 

Námskeið fyrir nýliða og þá sem eru að koma sér af stað í golfinu 

Námskeiðstímar í boði eru á mánudögum frá kl. 19:30-20:30 og 20:45-21:45 og á fimmtudögum frá kl. 17:00-18:00.

Námskeiðin eru tilvalin fyrir þá sem eru að byrja í golfi eða þá sem aldrei hafa komist almennilega af stað. Farið verður yfir öll helstu grunnatriði golfleiksins.

Samtals 10 skipti í sumar. Fyrsti tími 11. maí (mánudagsnámskeið) 14. maí (fimmtudagsnámskeið) og svo vikulega til og með 20 júli (mánudagsnámskeið) 23. júlí (fimmtudagsnámskeið) utan 29 júní (mánudagsnámskeið) 2 júlí (fimmtudagsnámskeið) vegna Meistaramóts klúbbsins.

Verð 47.500.-

Innifalið er kennslan, æfingaboltar og golfkennslubókin GæðaGolf.