Golfreglurnar og fleira í Meistaramóti

Nesklúbburinn Almennt

Við spilum flest öll golf allt sumarið (og mörg lengur) og heyrir það til undantekninga að við séum að missa okkur í golfreglunum svona dags daglega.  Þær eru jú ansi flóknar margar hverjar og eiginlega frekar leiðinlegar líka oft á tíðum.  Þess vegna getur oft bara verið betra og miklu skemmtilegra að horfa í hina áttina og halda áfram og er það í sjálfu sér allt í góðu lagi að því gefnu að við séum ekki í móti eða að leika til forgjafar.

Það er svo aftur allt önnur ella þegar kemur að Meistaramóti því þar vilja allir gera allt rétt.  Aldrei yfir árið er jafn mikið rætt um reglurnar inni í skála og skapast oft á tíðum miklar og skemmtilegar umræður um hvað er rétt eða rangt í þessum fræðum.  Það hinsvegar er nú svo merkilegt samt að í langflestum tilfellum þegar hringt er í dómara (muna að það má alltaf hringja í dómara ef að maður er ekki viss) að þá er yfir 90% spurninganna sem snýr að sömu örfáu spurningunum.

Dómaranefnd klúbbsins okkar hefur tekið þessi fáu atriði saman og má sjá þau með því að smella á „mótaskrá/Meistaramótið/golfreglur og umgengni – 10 algengar spurningar (eða smella hér) .  Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur þessi atriði ef þið hafið áhuga á að spila leikinn rétt og ganga vel um völlinn okkar – nú eða bara til að vera meira tilbúin í umræðurnar í Meistaramótinu.

Annars er sími dóma í mótinu: 899-5775

Góða skemmtun,
Dómaranefndin