Golfsýningin 2019 um helgina í Smáranum

Nesklúbburinn

Golfsýningin 2019 verður haldin í samstarfi við GSÍ og PGA á Íslandi og er markmið sýningarinnar að vekja athygli á íþróttinni sem og búa til vettvang fyrir kylfinga til að kynna sér betur þær vörur og þjónustur sem eru í boði fyrir kylfinga.

PGA á Íslandi og GSÍ munu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá þar sem hægt verður að kynnast golfíþróttinni. Boðið verður upp á SNAG golf fyrir yngstu kynnslóðina, golfkennarar verða á staðnum auk þess sem kylfingar geta reynt sig í golfhermum af bestu gerð. Golfdómarar munu kynna hinar fjölmörgu breytingar sem nú hafa orðið á golfreglunum og einnig verður boðið upp á ýmsar golfþrautir.

Nökkvi Gunnarsson golfkennari Nesklúbbsins verður á sýningunni með bókina sína GæðaGolf. Við hvetjum klúbbfélaga til að kíkja við á sýninguna

Sýningin fer fram í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi núna um helgina 30.-31. mars og er aðgangur ókeypis.