Mótaskráin 2019

Nesklúbburinn

Mótaskrá sumarsins 2019 á Nesvellinum er tilbúin og var birt á golf.is í síðustu viku.  Mótaskráin er með svipuðu sniði og síðastliðið ár en þó eru fáeinar breytingar og verða upplýsingar um öll mót birtar nánar þegar nær dregur.

Meistaramót Nesklúbbsins verður haldið vikuna 29. júní – 6. júlí.  Leikdagar hvers flokks fyrir sig munu að óbreyttu taka mið af síðasta ári (sjá nkgolf.is/skjöl).  Það mun þó á endanum skýrast á fjölda þátttakenda í hverjum flokki þegar skráningu í mótið lýkur og er því birt með fyrirvara um breytingar.

Af helstu breytingum má nefna að nú verður í fyrsta skipti boðið upp á mótaröð fyrir NK-karla sem verður haldin samhliða og með svipuðu sniði og mótaröð NK-kvenna.  Samtals níu 9 holu mót að meðtöldu lokamóti sem haldin verða annan hvern fimmtudag að undanskildu lokamótinu sem haldið verður laugardaginn 7. september.
OPNA ICELANDAIR verður haldið 17. júní og kemur í stað Opna Þjóðhátíðardagsmótsins.  Mótið verður opið 9 holu mót og leikið eftir bæði punkta- og höggleiksfyrirkomulagi.

Önnur mót verða með svipuðu sniði og undanfarin ár og verða eins og áður sagði birtar upplýsingar fyrir hvert mót eða hverja mótaröð þegar nær dregur.  Annars verður formleg opnun vallarins og Hreinsunardagurinn haldinn laugardaginn 4. maí og því um að gera að taka þann dag frá.  Mótaskránna í heild sinni má annars sjá á golf.is

Mótenefnd