Golskálinn og völlurinn næstu daga

Nesklúbburinn

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða stjórnvalda verður golfskálanum nú tímabundið lokað.  Opnað verður inn á salernisaðstöðu alla daga og er nauðsynlegt að allir sem nýta sér hana framfylgi útgefnum sóttvarnarreglum – munið að spritta allt vel.

Völlurinn verður áfram opinn inn á teiga og flatir – veðurfar mun stýra því hvenær honum verður lokað.

ATHUGIÐ: VÖLLURINN ER NÚ EINGÖNGU OPINN FYRIR FÉLAGSMENN

Æfingasvæðið verður áfram opið og þ.m.t. boltavélin.  Ekki verða seld token þannig að annaðhvort er hægt að nota boltakortin eða 100 kalla (tveir gefa 16 bolta og sex gefa fulla fötu).