Happdrætti og styrktarmót fyrir barna- og unglingastarfið

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Ungir kylfingar í barna- og unglingastarfi Nesklúbbsins halda til Portúgal í æfingaferð dagana 1.-8. apríl.

Af því tilefni er farið af stað bæði happdrætti og styrktarmót í Trackman til að hjálpa okkar efnilega fólki að standa straum af kostnaði við ferðina.

Fjöldi glæsilegra vinninga er í boði í happdrættinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og rennur allur ágóði af seldum miðum til iðkendanna okkar. Þau sem vilja freista gæfunnar og styðja um leið unga fólkið okkar geta sent póst á steinn@nkgolf.is og pantað einn miða á 2.500 eða þrjá miða á 6.000kr. Pantanir þurfa að berast fyrir 20. mars en þá verður dregið í happdrættinu.

Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í styrktarmótinu geta skráð sig hér og pantað tíma í hermi á Nesvöllum og spilað í mótinu. Mótið er spilað á Sutton Bay vellinum og er þátttökugjald í mótinu 3.500kr. Glæsileg verðlaun í boði fyrir besta skor, 5 efstu sætin í punktakeppni auk nándarverðlauna á öllum par 3 holum sem og verðlaun fyrir lengsta teighögg á 14. holu. Hægt er að spila í mótinu til 28. mars.

https://golfbox.dk/app_livescoring/tour/?language=1030#/competition/4360302/info

Takk fyrir stuðninginn og áfram NK!