Fyrsta stigamót unglinga á Íslandsbankamótaröðinni fór fram um helgina á Garðavelli á Akranesi. Í flokki stúlkna 17 – 18 ára gerði Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum sér lítið fyrir og sigraði. Helga lék hringina á tvo á 167 höggum og var fjórum höggum á undan næsta keppanda. Svo sannarlega glæsilega gert hjá Helgu Kristínu og óskar klúbburinn henni innilega til hamingju með sigurinn.