Helga Kristín sigraði Opna Þjóðhátíðardagsmótið með yfirburðum

Nesklúbburinn

Opna þjóðhátíðardagsmótið fór venju samkvæmt fram á Nesvellinum í dag.  Nokkuð stíf suðaustanátt setti svip sinn á mótið sem annars fór að mestu mjög vel fram.  Færri komust að en vildu í mótið og voru 108 kylfingar úr tíu golfklúbbum skráðir til leiks.  Helga Kristín Gunnlaugsdóttir úr Nesklúbbnum kom sá og sigraði í punktakeppninni og það með yfirburðum.  Helga sem var með 9,5 í forgjöf fyrir mótið lék hringinn á 73 höggum sem skilaði henni 46 punktum.  Litlu mátti muna að þeir yrðu 47 því Helga púttaði fyrir erni á síðustu holunni sem fór rétt framhjá og þurfti hún því að „sætta“ sig við fugl.  Sannarlega glæsilegur hringur hjá Helgu Kristínu sem fyrir utan glæsileg verðlaun í mótinu fær dágóða forgjafarlækkun að auki.  Í höggleiknum sigraði Rúnar Geir Gunnarsson á 70 höggum en annars voru helstu úrslit eftirfarandi:

Höggleikur: 

1. sæti – Rúnar Geir Gunnarsson, NK – 70 högg
2. sæti – Ólafur Björn Loftsson, NK – 71 högg
3. sæti – Brynjólfur Einar Sigmarsson, GKG – 71

Punktakeppni:

1. sæti – Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, NK – 46 punktar
2. sæti – Auðunn Örn Gylfason, GEY – 40 punktar
3. sæti – Helga Matthildur Jónsdóttir, NK – 38 punktar

Nándarverðlaun:

2./11. braut: Kristín Erna Gísladóttir, NK – 76 cm. frá holu
5./14. braut: Methúsalem Hilmarsson, GKJ – 3,51 metra frá holu
8./17. braut: Ólafur Örn Ólafsson, GÁ – 21 cm. frá holu