Hinni er Öldungabikarmeistari NK 2019

Nesklúbburinn

Öldungabikarsmótið er þriggja daga mót þar sem hver keppir 6 níu-holu leiki í holukeppni. Keppendur raðast eftir Monradkerfi þar sem í upphafi er raðað eftir forgjöf en eftir það eftir vinningum. Keppninni lauk í gær og fór svo að lokum að Hinrik Þráinsson vann Öldungabikar Nesklúbbsins 2019 þar sem hann vann alla sína leiki. Einnig er keppt um Hástökkvarann þ.e. um það hver bætir stöðu sína mest miðað við röðina í byrjun móts. Hákon Sigursteinson varð hástökkvarinn en hann fór upp um 15 sæti. Báðir keppendur fengu gjafabréf frá Icelandair í verðlaun.