Hjalti fór holu í Höggi

Nesklúbburinn

Hjalti Arnarson, félagi í Nesklúbbnum fór holu í höggi á 2. holu í gær.  Hjalti sem öllu jafna setur ekki fyrir sig að spila allt að fimm til sex hringi á dag hafði í þetta skiptið aðeins tíma fyrir 18 holur og þurfti því að vanda sig óvenju mikið.  Það varð honum til happs og náði hann draumahögginu á fyrri hringnum í blíðskapar veðri á 2. holu eins og áður sagði.  Þetta var í annað skiptið sem Hjalti fer holu í höggi en hann gerði það fyrst þann 14. ágúst árið 2000 og þá einmitt á sömu holu.