Hjóna- og parakeppnin á laugardaginn – skráning í gangi

Nesklúbburinn

Hjóna- og parakeppnin er innanfélagsmót þar sem karlmaður og kvenmaður leika saman í liði eftir Greensome fyrirkomulagi. Greensome er þannig að báðir slá upphafshögg af teigum, velja í sameiningu annað upphafshöggið og leika síðan annað hvort högg með þeim bolta eftir það.  Sá sem átti teighöggið sem var valið slær ekki næsta högg á þeirri braut.

Forgjöf liðs í keppninni er full samanlögð leikforgjöf beggja aðila deilt með tveimur.

Verðlaun fyrir þrjú efsti sætin í höggleik með forgjöf og nándarverðlaun á par 3 holum.

Skráning í gangi á golf.is og lýkur henni á morgun, föstudag kl. 17.00