Hreinsunardagurinn á laugardaginn

Nesklúbburinn

Hinn árlegi hreinsunardagur og um leið fyrsta mót sumarsins verður haldið laugardaginn 5. maí nk.  Undanfarin ár hefur þessi dagur verið klúbbnum afar mikilvægur enda dugmiklir félagar mætt og málað, tyrft, hreinsað rusl af vellinum og margt fleira.  Mæting er kl. 09.55 og eru allir félagsmenn hvattir til að mæta og opna sumarið með stæl.

Í framhaldi af hreinsuninni verður svo hin margrómaða pylsuveisla þar sem Kristján tendrar í grillinu á pallinum og fæðir hungraða maga.  Kl. 13.00 verður svo blásið til 9 holu texas-scramble móts þar semt tveir og tveir leika saman með fullri vallarforgjöf deilt í með 4. 

Veðurspáin er fín þannig að mætum stundvíslega, gerum völlinn okkar og umhverfi hans enn glæsilegra og eigum saman góðan dag.