Góður hreinsunardagur að baki

Nesklúbburinn

Rúmlega 70 félagar í klúbbnum mættu í morgun og tóku til hendinni við hin ýmsu verk á vellinum.  Borið var á skálann og æfingaskýlið, manir við æfingasvæðið og hægra megin við 2. braut voru tyrfðar, gengið var um völlinn og rusl og annar óþrifnaður var fjarlægður ásamt fjölda annarra verka.  Að vinnu lokinni var slegið upp pylsuveislu á pallinum og svo farið í 9 holu golfmót.  Leikið var eftir Texas scramble fyrirkomulagi þar sem að tveir og tveir voru saman í liði.  Helstu úrslit í mótinu voru eftirfarandi:

1. sæti: Steinn Baugur og Ragna – 31 högg nettó
2. sæti: Kjartan Steins og Magndís – 32 högg nettó
3. sæti: Geirarður og Sigrún – 34 högg nettó

Klúbburinn vill þakka öllum þeim sem tóku til hendinni í morgun og óskar um leið vinningshöfum í mótinu til hamingju með árangurinn.