Hreinsunardagurinn verður á morgun í sól og blíðu

Nesklúbburinn

Jæja, þá er loks komið að því sem allir hafa beðið eftir. Hinn árlegi hreinsunardagur og fyrsta mót sumarsins verður haldið á morgun, laugardaginn 12. maí kl. 09.45.  Það eru fjölmörg verkefni sem liggja fyrir og eru félagsmenn eindregið hvattir til að mæta hafi þeir tök á. 

Á lokinni sígildri pylsuveislu á pallinum að vinnu lokinni verður þeim sem að tóku þátt í hreinsuninni boðið að taka þátt í 9 holu texas-scramble golfmóti.

Þar verður leikið inn á sumarflatir og -teiga í fyrsta skipti í sumar og því kjörið tækifæri fyrir golfþyrsta félagsmenn að leika völlinn í fullri lengd, en reikna má með að það þurfi að setja aftur inn á vetrarflatir að móti loknu til skamms tíma.

ATH: Það verður að taka þátt í hreinsuninni um morguninn til þess að fá að taka þátt í mótinu eftir hádegi.

Ómetanlegt starf hefur á þessum degi verið unnið fyrir klúbbinn í gegnum tíðina. Fjölmörg verkefni liggja fyrir þetta árið eins og áður sagði og eru því allir klúbbmeðlimir hvattir til þess að mæta tímanlega kl. 9.45