Innheimta árgjalda 2023

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæri félagi í Nesklúbbnum,

Nú líður að innheimtu félagsgjalda 2023.  Félagsgjöld fyrir árið 2023 voru samþykkt á aðalfundi klúbbsins þriðjudaginn 29. nóvember síðastliðinn og má sjá hér á heimasíðunni undir um Nesklúbbinn/gjaldskrá (smella hér)

Félagsgjöld verða eins og í fyrra innheimt í gegnum vefforritið SPORTABLER.  Viljirðu ráðstafa greiðslufyrirkomulagi sínu sjálf/ur þarftu að skrá þig inn á SPORTABLER og ráðstafa þínu greiðslufyrirkomulagi. Leiðbeiningar vegna ástöfun félagsgjalda á Sportabler 2023

Inni á heimasíðu klúbbsins undir Um Nesklúbbinn/gjaldskrá má einnig sjá slóð fyrir almennar leiðbeiningar um Sportabler.

Í boði er að fá greiðsluseðla í heimabanka eða greiða með greiðslukorti og hægt er að skipta greiðslum niður í allt að 8 skipti.  ATH: óháð því hvaða leið þú valdir í fyrra þá þarftu að fara í gegnum ferlið aftur fyrir næsta tímabil. 

Þeir sem ekki verða búnir að ráðstafa greiðslufyrirkomulagi sínu þann 15. desember munu fá greiðsluseðla í heimabanka, skipt niður í fjórar greiðslur.

Fyrsti gjalddagi allra greiðsluleiða er 1. janúar.

Ákveði félagsmaður að hætta í klúbbnum væri heppilegasti tíminn til þess að láta vita af því núna en þó eigi síðar en 15. janúar.  Berist úrsögn eftir þann tíma fást félagsgjöld ekki endurgreidd nema gegn framvísun læknisvottorðs.  Úrsögn skal tilkynna á netfangið: nkgolf@nkgolf.is

Stjórnin