Innheimta félagsgjalda 2013

Nesklúbburinn

Innheimta félagsgjalda fyrir árið 2013 fer nú brátt að hefjast.  Félagsgjöldin sem voru samþykkt samhljóða á aðalfundi félagsins þann 24. nóvember sl. samkvæmt tillögu stjórnar fyrir næsta ár verða eftirfarandi:

Hjónagjald: 120.000
Einstaklingsgjald 20 ára og eldri: 75.000
Félagar 16 – 20 ára: 40.000
Félagar 15 ára og yngri: 25.000
Hjónagjald 67 ára og eldri: 92.000
Félagsgjald: 63.000

Inni í félagsgjöldum allra félagsmanna eldri en 20 ára er inneign að upphæð kr. 5.000 í veitingasölu klúbbsins fyrir næsta ár.  Þannig eru kr. 5.000 af einstaklingsgjaldi 20 ára og eldri (75.000) sem inneign fyrir viðkomandi í veitingasölunni og af hjónagjaldi kr. 10.000.  Nánari útfærsla og útskýringar vegna þessara breytinga verða birtar síðar hér á síðunni.

Greiðslufyrirkomulag:

Eins og áður er boðið upp á þrjár leiðir til greiðslu á félagsgjöldunum:

1.  VISA/EURO: Félagsgjaldi skipt í 6 jafna hluta og fyrsta afborgun kemur til greiðslu í byrjun janúar 2013.
2.  Greiðsluseðlar: félagsgjaldi skipt í fjóra jafna hluta og er fyrsti gjalddagi 1. janúar 2013
3.  Greiðsluseðill: Eingreiðsla með gjalddaga 1. janúar 2013

MIKILVÆGT:

Ef breyta á greiðslufyrirkomulagi frá fyrra ári þarf að tilkynna það á nkgolf@nkgolf.is eða í síma 561-1930 fyrir 10. desember nk.  ATH: það þarf eingöngu að tilkynna ef um breytingu frá fyrra ári er að ræða.