Innheimta félagsgjalda 2018

Nesklúbburinn

Félagsgjöld fyrir árið 2018 voru samþykkt á aðalfundi klúbbsins og má sjá hér á síðunni undir umnk/gjaldskrá.  Að vanda verða félagsmönnum boðnar þrjár leiðir til að standa skil á félagsgjöldum sínum, nú fyrir árið 2018 og eru þær eftirfarandi:

1.  VISA/EURO: dreift á 6 jafnar greiðslur, fyrsta greiðsla í byrjun janúar.
2.  Einn greiðsluseðill: Eingreiðsla með gjalddaga 1. janúar 201 og eindaga 15. janúar 2018.
3.  Fjórir greiðsluseðlar: Dreift á fjórar jafnar greiðslur, gjalddagar 1. janúar, 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl og eindagar 15. hvers mánaðar.

Þeir sem vilja breyta greiðslufyrirkomulagi sínu frá fyrra ári þurfa að láta vita á netfangið nkgolf@nkgolf.is fyrir fimmtudaginn 14. desember – ekki verður tekið við breytingum eftir þann tíma.

ATH: það þarf EKKI að láta vita ef halda skal greiðslufyrirkomulagi óbreyttu frá fyrra ári

Mikilvægt: Eins og í fyrra verða ekki sendir út greiðsluseðlar nema að viðkomandi óski þess sérstaklega. Greiðsluseðlarnir munu því eingöngu birtast í heimabanka viðkomandi.  Óski félagsmenn þó sérstaklega eftir því að fá senda greiðsluseðla þarf að láta vita á nkgolf@nkgolf.is