Jólagjöfin í ár

Nesklúbburinn

Frábær hugmynd af jólagjöf er tími í golfherminn í inniaðstöðu Nesklúbbsins á Eiðistorgi.  Hægt er að kaupa staka tíma eða 10 skipta klippikort.

Stakur tími kr. 4.000.- (ein klukkustund)

10 tíma klippikort á sérstöku tilboðsverði fram að jólum, kr. 30.000.-

Í desember er opið í Risinu á 3. hæðinni á Eiðistorgi alla virka daga á milli kl. 13.00 og 20.00 og á laugardögum á milli kl. 13.00 og 18.00 þar sem tekið er vel á móti þér og að sjálfsögðu alltaf heitt á könnunni.