Nýir vellir í golfherminum

Nesklúbburinn

Nú er heldur betur búið að uppfæra aðstöðuna fyrir golfherminn í Risinu.  Búið er að setja upp nýtt tjald sem tryggir töluvert betri myndgæði og þá er búið að fjárfesta í nýjum hugbúnaði sem gefur möguleika á því að velja á milli 40 golfvalla út um allan heim.  Þeirra á meðal eru margir af frægustu völlum heims eins og Royal Troon, PGA National og bæði New og Old course á St. Andrews. 

Minnum á desembertilboðið fyrir félagsmenn sem er aðeins kr. 2.000 fyrir klukkutímann og er hægt að panta með því að hringja í síma 561-1910.