JÓNSMESSAN 2020 – skráning hafin

Nesklúbburinn

Hið bráðskemmtilega Jónsmessumót verður haldið föstudaginn 19. júní nk.  Í þessu móti er það hvorki getan né metnaðurinn sem ræður ríkjum heldur er það gleðin og góða skapið því þetta er bara gaman. Ræst verður út af öllum teigum kl. 18.30 og verður happy-hour í veitingasölunni frá klukkan 17.30.

Leikið verður eftir texas-scramble fyrirkomulagi á léttu nótunum þar sem margt verður brallað, m.a. afbrigðilegar holustaðsetningar, nándarverðlaun á  9. braut, lukku-púttholan og margt, margt fleira.

Að sjálfsögðu verður þema eins og venjulega og nú er það KÓRÓNUÞEMA.  Sérstök verðlaun verða veitt fyrir flottustu andlitsgrímuna. 

Að móti loknu verður svo standandi hlaðborð að hætti Mario ásamt verðlaunaafhendingu.

MÓTANEFND DREGUR SAMAN Í LIÐ.

VINSAMLEGAST SKRÁIÐ YKKUR TÍMANLEGA OG MÆTIÐ EKKI SÍÐAR EN HÁLFTÍMA FYRIR LEIK TIL AÐ AUÐVELDA ALLA VINNU MÓTANEFNDAR.

Aldurstakmark í Jónsmessumótið og mat er 20 ára

Mót og matur = kr. 5.000
Aðeins mót = kr. 2.500
Aðeins matur = kr. 4.000

Mótið er eingöngu fyrir félagsmenn Nesklúbbsins – Við ætlum nú að prufa að hafa skráninguna rafræna og er skráning hafin á GOLFBOX.
ATH: Að hver meðlimur getur eingöngu skráð sjálfan sig og því þurfa allir að skrá sig inn á GOLFBOX til þess að skrá sig í mótið.

NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR