Meistaramótið 2020

Nesklúbburinn

Mánudaginn 15. júní hefst skráning í 56. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 27. júní – 4. júlí.  Skráning fer eingöngu fram í möppunni gömlu og góðu sem staðsett er í golfskálanum.  Þar má einnig nálgast allar frekari upplýsingar um mótið. 

Á heimasíðu klúbbsins nkgolf.is/um nk/skjöl eða með því að smella hér má sjá hvenær hver flokkur leikur og hvaða fyrirkomulag er leikið í viðkomandi flokki.  Athugið að taflan sýnir áætlaða leikdaga en það mun ekki koma í ljós fyrr en að skráningu lokinni hvernig endanleg niðurröðun verður – leiktímar geta því tekið breytingum eftir fjölda þátttakenda.

Skráningu í mótið lýkur stundvíslega kl. 22.00 fimmtudaginn 25. júní og verður endanleg niðurröðun flokka birt hér á síðunni föstudaginn 26. júní

Lágmarksfjöldi í hvern flokk er þrír leikmenn.  Ef ekki næst tilskilinn fjöldi í einhvern flokk verður hann felldur niður og þátttakendum sem höfðu skráð sig í viðkomandi flokk verður gefinn kostur á að skrá sig í annan flokk.

Í mótsstjórn verða:

Áslaug Einarsdóttir
Erling Sigurðsson
Haukur Óskarsson
Hjalti Arnarson
Jóhann Karl Þórisson
Stefán Örn Stefánsson
Þorsteinn Guðjónsson