Karlotta og Magnús Máni klúbbmeistarar 2023

Nesklúbburinn Almennt

Meistaramóti Nesklúbbsins 2023 lauk á laugardaginn og eru nýkrýndir klúbbmeistarar þau Karlotta Einarsdóttir sem sigraði í Meistaraflokki kvenna og Magnús Máni Kjærnested sem sigraði í Meistaraflokki karla.  Nesklúbburinn óskar þeim innilega til hamingju með sigurinn.  Nánari úrslit frá mótinu má nálgast á golf.is eða með því að smella hér.