Karlotta og Ólafur Björn klúbbmeistarar 2012

Nesklúbburinn

Meistaramótinu lauk nú undir kvöld í dásemdarveðri einn daginn enn. Karlotta Einarsdóttir sigraði með yfirburðum í meistaraflokki kvenna eins og mörg undanfarin ár. Helgurnar Einarsdóttir og Gunnlaugsdóttir urðu í öðru og þriðja sæti.

Ólafur Björn Loftsson átti frábæran lokahring þar sem hann lék á 63 höggum, og sigraði því á 263 höggum alls eða 25 höggum undir pari sem er nýtt mótsmet. Jafnir í öðru til þriðja sæti urðu Oddur Óli Jónasson og Nökkvi Gunnarsson, en Nökkvi hafði betur á annari holu í bráðabana.