Kick-off kvöld NKkvenna verður 7. maí

Nesklúbburinn

Gleðilegt sumar kæru NK-konur, 

Nú styttist heldur betur í sumarið og því um að gera að fara pússa kylfurnar og skóna og setja okkur í golfgírinn.  Þriðjudaginn 7. maí kl. 18.00 ætlum við að hafa okkar árlega KICK-OFF kvöld sem haldið verður í nýja fína golfskálanum okkar. 

Ætlunin er að koma saman, skemmta okkur og borða létta máltíð.  Fara yfir mót sumarsins sem kvennanefndin stendur fyrir ásamt því að renna yfir helstu breytingarnar á golfreglunum.

Púttdrottning vetrarins verður krýnd og óvæntur glaðningur. Boðið verður upp á tískusýningu þar sem við fáum að kynnast því nýjasta í golftískunni ásamt ýmsu öðru skemmtilegu 

Við viljum með þessu bjóða ykkur NK-konum upp á að styrkja tengslin og sameinast um kröftugt spilasumar.

Sérstaklega viljum við bjóða nýjar félagskonur velkomnar en þetta kvöld er tilvalið til þess að kynnast og sjá hvað hið öfluga kvennastarf klúbbsins hefur upp á að bjóða.

Skráning hefst á golf.is föstudaginn 26. apríl eða í síma 561-1930.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar 

Bestu kveðjur,

Kvennanefndin
Fjóla, Bryndís og Elsa