Kynning á æfingatækjum í inniaðstöðunni á sunnudaginn

Nesklúbburinn

Sunnudaginn 20 janúar næstkomandi mun ég vera með opið hús og kynningu á hinum ýmsu æfingatækjum í inniaðstöðu klúbbsins við Sefgarða. Húsið verður opið frá 12-16 og hvet ég sem flesta til þess að kíkja við og prófa tækjakostinn sem er sérlega glæsilegur. Tæki eins og Flightscope X2 Complete, Swingbyte, TOMI, auk hinna ýmsu æfingatækja fyrir pútt, vipp og sveiflu.

 

Ég vil einnig minna á fjölbreytt námskeið í vetur:

Nýliðanámskeið

Fyrir þá sem eru að stíga fyrstu sporin eða hafa aldrei komist almennilega af stað. Verið tilbúin þegar vertíðin byrjar. Farið er yfir grunnatriði í sveiflu, vippum og púttum. Einnig verður farið yfir helstu golfreglur, umgengnisreglur og siðareglur. 6 vikna námskeið. Einu sinni í viku klukkustund í senn. Fjöldi þáttakenda í hverjum hópi 6. Verð 20.000.-

Kennarar á námskeiðinu eru Nökkvi Gunnarsson og Steinn Gunnarsson.

Námskeiðið er í boði á þriðjudögum frá 20.00-21.00 og hefst þann 29. janúar.

 

Barna- og unglinganámskeið

Námskeið með leikjaívafi fyrir börn og unglinga sem vilja prófa golfíþróttina. Áhersla lögð á grunnatriði, skemmtanagildi og reynt að kveikja áhuga á íþróttinni. Einu sinni í viku í átta vikur klukkustund í senn. Fjöldi þáttakenda í hverjum hópi 6. Verð 10.000.-

Kennari á námskeiðinu er Oddur Óli Jónasson.

Námskeiðið er í boði á miðvikudögum frá 15.00-16.00 og hefst 30. janúar.

 

Stuttaspilsnámskeið

Námskeið í stuttaspilinu þar sem notast er við nýjustu tækni til greiningar og úrvinnslu. Við eigum fjöldan allan af nýjum tækjum og tólum til að hjálpa þér að verða betri í stuttaspilinu. Þau verða óspart notuð á þessu námskeiði sem stendur yfir í 6 vikur. Einu sinni í viku klukkustund í senn.  Námskeið sem getur ekki klikkað. Fjöldi þáttakenda í hverjum hópi 6. Verð 20.000.-

Kennarar á námskeiðinu eru Nökkvi Gunnarsson og Steinn Gunnarsson

Námskeið í boði á þriðjudögum frá 19.00-20.00 og á föstudögum frá 12.00-13.00. Námskeiðið hefst 29. janúar.

 

Æfingar

Hugsað fyrir hinn almenna kylfing sem vill prófa að æfa eins og afrekskylfingur og nýta okkar frábæra tækjakost til þess að auka þekkingu sína og getu.Tvær æfingar í viku klukkustund í senn fram á haustið. Hægt er að kaupa mánuð í einu og því er hægt að hætta og byrja eins og hverjum og einum hentar. Fjöldi þáttakenda í hverjum hópi 6. Verð 17.500.- á mánuði.

Kennarar Nökkvi Gunnarsson eða Steinn Gunnarsson

Námskeið í boði frá 12.00-13.00 á mánudögum og fimmtudögum. Námskeiðið hefst 4. febrúar