Ólafur Loftsson með síðu á Facebook

Nesklúbburinn

Ólafur Björn Loftsson atvinnumaður og klúbbmeistari Nesklúbbsins opnaði nýverið síðu á samfélagsmiðlinum Facebook. Ólafur gerðist atvinnumaður síðastliðið haust og reyndi við úrtökumót í Evrópu og Bandaríkjunum í kjölfarið. Nú dvelur Ólafur í Bandaríkjunum þar sem hann æfir og keppir við bestu mögulegu aðstæður, en hann landaði m.a. fyrsta sigrinum sem atvinnumaður í síðustu viku á OGA mótaröðinni.

Á Facebooksíðunni ætlar Ólafur að leyfa fólki að fylgjast með framgöngu sinni í hörðum heimi atvinnumennskunar. Slóðin á síðuna er facebook.com/loftssongolf, og hvetjum við alla félaga Nesklúbbsins til að kíkja á síðuna og „líka við“ hana í leiðinni.

Nesklúbburinn er einnig á Facebook og er slóðin á þá síðu facebook.com/nkgolf. Eru félagsmenn hvattir til að „líka við“ síðu klúbbsins á Facebook og að deila henni með vinum sínum og vandamönnum. Einnig má komast á síðu Nesklúbbsins á Facebook með að smella á tengilinn neðst til hægri hér á síðunni.