Leiðsögudagar fyrir nýja meðlimi í Nesklúbbnum

Nesklúbburinn

Stjórn Nesklúbbsins býður alla nýja meðlimi velkomna í Nesklúbbinn.  Klúbburinn hefur vilja og metnað til þess að öllum gangi vel í golfi og að félagsaðildin verði ánægjuleg.  Til þess að kynna klúbbinn og völlinn verður boðið upp á „leiðsögudaga“ á sunnudögum í maí og júní  kl. 16.00 þar sem félagsmenn sem hafa haldgóða þekkingu á golfíþróttinni, vellinum og hans nánasta umhverfi verða til staðar.  Veittar verða m.a. upplýsingar um eftirfarandi þætti:

  • Alla aðstöðu sem klúbburinn hefur upp á að bjóða
  • Hvernig leikið er golf á Nesvellinum
  • Hvernig sótt er um forgjöf
  • Upplýsingar um golfkennslu

Við hvetjum alla til þess að mæta með golfsettið, taka jafnvel nokkrar holur og fræðast um allt það sem að Nesklúbburinn hefur upp á að bjóða.  Leiðsögudagarnir verða eftirfarandi sunnudaga:

  • 29. maí
  • 5. júní

Ef ásókn verður mikil verður bætt við fleiri sunnudögum í sumar. 

Fyrir meðlimi sem eru að stíga sín fyrstu spor í golfi viljum við benda á mjög nytsamlegan bækling sem gefinn var út af Golfsambandi Íslands (GSÍ) og heitir Golf með skynsemi.  Slóðin á hann er: file:///C:/Users/LENOVO/Downloads/9379_golf_skynsemi_small%20(1).pdf

Nú á að hafa borist til allra félagsskírteini og pokamerki 2016 og veitir hvort tveggja aðgang að Nesvellinum þegar hentar.  Það er mjög mikilvægt að pokamerkið sé ávallt haft hangandi á golfpokanum.  Gott er að kynna sér mótaskrá sumarsins heimasíðunni eða golf.is áður en haldið er út á völl.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi efni þessa bréfs og/eða inngöngu í Nesklúbbinn þá má hafa samband við Hauk Óskarsson, framkvæmdastjóra, á netfangið: haukur@nkgolf.is eða í síma: 561-1930/860-1358.

Við hlökkum til að sjá sem flesta

Golfkveðja,
Stjórn Nesklúbbsins