Líka punktakeppni í Öldungaflokkum 65 ára og eldri

Nesklúbburinn

Í Meistaramótinu sem hefst á laugardaginn verður í fyrsta skipti leikið bæði í höggleik og punktakeppni í öldungaflokkum beggja kynja 65 ára og eldri og verða veitt verðlaun í báðum flokkum.  

Í stuttu máli verður það þannig að allir í viðkomandi flokki verða skráðir saman inni á golf.is.  Ef og þá þegar kylfingur klárar ekki einhverja braut og þannig „x-ar“ hana að þá hefur hann sjálfkrafa hætt í höggleiksmótinu en heldur áfram í punktakeppninni.

Þetta fyrirkomulag er nú sett fram af mótsstjórn í fyrsta skipti og vill hún með því reyna að höfða til sem flestra sem áhuga hafa á að taka þátt í mótinu.

Skráning í Meistaramótið fer fram í möppunni góðu sem staðsett er í golfskálanum.