Lokafrestur til að senda afmæliskveðju á morgun

Nesklúbburinn

Síðastliðinn laugardag var sendur út tölvupóstur á póstlista klúbbsins þar sem tilkynnt var um útgáfu afmælisblaðs Nesklúbbsins í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins.  Þar var þeim sem vildu, boðið að aðstoða við útgáfu blaðsins með því að senda klúbbnum afmæliskveðju í blaðinu gegn fjárframlagi.  Þar sem það styttist í að blaðið fari í uppsetningu og prentun er þess óskað að þeir sem hafa áhuga á að taka þátt, tilkynni það eigi síðar en á morgun, miðvikudaginn 19. nóvember.  Afrit af tölvupóstinum má sjá hér fyrir neðan:

Kæri félagi í Nesklúbbnum,

Eins og þú eflaust veist þá er klúbburinn okkar 50 ára í ár og ætlar Nesklúbburinn af því tilefni að gefa út afmælisblað sem kemur út í lok nóvember.

Til aðstoðar við útgáfuna verður síða í blaðinu tileinkuð félögum í klúbbnum og velunnurum þar sem þeir geta óskað klúbbnum til hamingju með afmælið gegn framlagi upp á kr. 3.000 kr ? 10.000 kr.

Ef þú vilt hjálpa til og senda afmæliskveðju í blaðinu biðjum við þig um að senda upphæð framlags og nafn/nöfn þeirra sem eiga að birtast í blaðinu (geta verið 2 aðilar saman í línu eða nafn á hópi) á netfangið nkgolf@nkgolf.is.

Tekið verður á móti nöfnun til birtinga í afmælisblaði til miðvikudagsins, 19. nóvember.

Afmælisnefnd