Lokamót NK-kvenna – skráning

Nesklúbburinn

Kæru NK konur,

Af gefnu tilefni: Þær raddir hafa heyrst að forskráning sé í gangi fyrir Lokamót NK kvenna.  Það skal hér tekið fram að það er alls ekki – allar félagskonur munu að sjálfsögðu sitja við sama borð að kvennanefndinni sjálfri undanskilinni – sem allir hljóta að skilja að sé eðlilegt. 

Skráning hefst eins og áður er komið fram klukkan 09.00 í fyrramálið á Golfbox – ekki fyrr og ekki síðar.  Að sjálfsögðu má einnig hringja út í skála fyrir þær sem þess óska og betur hentar, í síma: 561-1930, nú eða bara mæta á staðinn.  Þá bara ræður gamla góða röðin, við munum gera okkar allra besta.

Með vinsemd og virðingu,
Mótanefnd Nesklúbbsins