Mario verður í eldhúsinu í sumar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Í gær skrifaði Mario Robek fyrir hönd Nesveitinga undir nýjan samning um rekstur veitingasölu klúbbsins til næstu þriggja ára.  Mario hefur staðið vaktina undanfarin 5 ár við góðan orðstír og eru það því gleðifréttir að hann mun halda áfram að nostra við félagsmenn og aðra getskomandi með ljúffengum veitingum.

Í vetur verður farið í miklar framkvæmdir í eldhúsi skálans sem fyrir löngu er orðið sprungið og hefur varla uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru af heilbrigðiseftirlitinu.  Við viljum þar fyrir utan bjóða okkar starfsfólki upp á góða vinnuaðstöðu og því ákvað stjórn klúbbsins að fara út í þessar nauðsynlegu breytingar.  Það verður því nýtt eldhús sem bíður starfsfólks veitingasölunnar á næsta ári og verður spennandi að sjá hvað galdrað verður upp úr nýjum pottum og eldunartækjum næsta sumar.

Eldhúsnefnd